fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Svona var byrjunarliðið þegar Ísland spilaði síðast umspilsleik í Ungverjalandi – Miklar breytingar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. mars 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Það eru þrír dagar í að íslenska karlalandsliðið spili við Ísrael í gríðarlega mikilvægum leik í undanúrslitum umspils um sæti á EM í sumar. Leikurinn fer fram hér í Búdapest, þar sem Ísland spilaði einmitt síðast leik í umspili um sæti á EM.

Leikurinn skráist sem heimaleikur Ísrael en er spilaður í Búdapest sökum ástandsins á Gasa. Strákarnir okkar spiluðu síðast í ungversku höfuðborginni árið 2020, þá gegn heimamönnum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Hann fór þó ekki eins og við Íslendingar vildum og þrátt fyrir draumabyrjun með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 11. mínútu átti kvöldið eftir að breytast í martröð.

Ungverjar jöfnuðu með marki Loic Nego á 88. mínútu og á annarri mínútu uppbótartíma gat örþreytt íslenskt lið ekki komið í veg fyrir að Dominik Szoboszlai, nú leikmaður Liverpool, skoraði sigurmarkið.

Vonandi verður niðurstaðan allt önnur fyrir Ísland í leiknum á fimmtudag, en sigurliðið mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM.

Það er athyglisvert að skoða byrjunarlið Íslands frá því í þessum leik en miklar breytingar hafa orðið á liði Íslands síðan. Aðeins þrír leikmenn úr byrjunarliðinu eru í hópnum sem mætir Ísrael.

Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjum 2020
Hannes Þór Halldórsson

Guðlaugur Victor Pálsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Hörður Björgvin Magnússon

Jóhann Berg Guðmundsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Aron Einar Gunnarsson
Birkir Bjarnason

Gylfi Þór Sigurðsson

Alfreð Finnbogason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni