Leicester er búið að minnka muninn gegn Chelsea en liðin eigast við í enska bikarnum.
Staðan er 2-1 fyrir heimamönnum í Chelsea en Leicester fékk gjöf snemma í seinni hálfleik frá Axel Disasi.
Disasi sparkaði boltanum einfaldlega í eigið mark en hann ætlaði að gefa á markmann sinn, Robert Sanchez.
Disasi vissi ekki af staðsetningu Sanchez og sparkaði knettinum því beint í autt markið.
Þetta skrípamark má sjá hér.
@LFC check for irregular betting patterns on an og @paddypower Between Disasi & Sanchez in goal, WTF are they both doing?? @BBCOne #CHELEI pic.twitter.com/v52sNQbp1G
— Robbie Coombes (@RobbieCoombes15) March 17, 2024