Sigurður Gísli Bond Snorrason, Siggi Bond, var gestur Íþróttavikunnar í þetta skiptið. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það var rætt um ensku úrvalsdeildina í þættinum og meðal annars stórleik Liverpool og Manchester City um síðustu helgi, en honum lauk með 1-1 jafntefli.
„Ég er búinn að vera á því í nokkurn tíma að City vinni deildina en Liverpool voru svo góðir í þessum leik að það var fáránlegt að þeir hafi ekki unnið,“ sagði Sigurður.
„Svo voru þeir rændir undir lokin þegar Doku braut af sér. Það var 100% víti,“ sagði hann enn fremur en atvikið hefur þótt ansi umdeilt.
Hrafnkell tók til máls.
„Liverpool hefur það fram yfir Arsenal og City að þeir eru í Evrópudeildinni en ekki Meistaradeildinni.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar