Það voru tveir Íslendingar sem sáu um að klára lið Helsingor í næst efstu deild Danmerkur í dag.
Sonderjyske vann 2-0 sigur á Helsingor en þeir Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason komust á blað.
Kristall átti frábæran leik fyrir heimaliðið en hann lagði einnig upp markið á Daníel Leó á 57. mínútu.
Sex mínútum síðar skoraði Kristall sjálfur til að gulltryggja sigurinn en þeir léku báðir allan leikinn í viðureigninni.
Sonderjyske er í öðru sæti B deildarinnar með 49 stig, tveimur stigum á eftir toppliði AaB.