Eina von Jadon Sancho á að spila aftur fyrir Manchester United er að Erik ten Hag verði rekinn úr starfi í sumar. Á því eru rendar ágætis líkur.
Ensk blöð segja frá þessu í dag en segja að forráðamenn United skoði sölu á honum í sumar.
United borgaði 73 milljónir punda fyrir Sancho sumarið 2021 en hann hefur ekki fundið sig á Old Trafford.
Hann var lánaður til Dortmund í janúar eftir að Erik ten Hag ákvað að fara í stríð við hann og Sancho gaf sig ekki í því stríði.
Sancho er 23 ára gamall og skaut Dortmund áfram í Meistaradeildinni í vikunni en talið er að United vilji fá um 35 milljónir punda fyrir hann í sumar.