fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Staðfesta að Grindavík spilar í Safamýri í sumar endurgjaldslaust

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Víkingur og Ungmennafélag Grindavíkur hafa gert með sér samkomulag um að meistaraflokkar Grindavíkur í knattspyrnu, karla og kvenna, leiki og æfi á Víkingssvæðinu í Safamýri í sumar.

Töluverður aðdragandi er að málinu sem þurfti stuðning og samþykki Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Víkingur lánar Grindavík, endurgjaldslaust, aðstöðuna í sumar en Ráðuneytið og Reykjavíkurborg tryggja að umgjörð fyrir leiki liðanna verði til mikils sóma m.a. með framlagi á borð við nýja vallarklukku og að stúkusætum í eigu ÍBR verði komið upp við völlinn.

Meistaraflokkar Grindavíkur munu æfa á grasæfingasvæðinu í Safamýri en spila leiki sína í Lengjudeildunum á gervigrasvellinum.

Grindavík mun leggja til vallarstjóra og starfsmenn við íþróttamannvirkin í Safamýri en fá á móti skrifstofuaðstöðu og annan aðgang að mannvirkjunum skv. samkomulagi. Einnig mun Grindavík stilla upp auglýsingaskiltum með sínum styrktaraðilum við völlinn í sumar.

Lagt er upp með að fyrsti leikur beggja liða, karla og kvenna, í Lengjudeildunum verði leiknir í Víkinni við Íslandsmeistara umgjörð og mun Knattspyrnudeild Víkings manna miða- og veitingasölu til að Grindvíkingar geti notið dagsins í stúkunni. Þá mun allur ágóði af veitingasölunni renna óskiptur til Grindvíkinga, sem eiga alla miðasölu og fylla vonandi völlinn í bæði skiptin.

,,Það er félaginu og Víkingum öllum ákaflega ánægjulegt að geta aðstoðað Grindvíkinga með þessu hætti í sumar. Frá fyrsta samtali höfum við lagt áherslu á að leita lausna með Grindvíkingum en til þess þurfti einnig sterka aðkomu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Við erum þakklát fyrir það hversu vel var tekið í þetta frá fyrsta fundi,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings.

,,Við í Grindavík erum afar þakklát Víking fyrir allt saman. Við erum komin með heimavöll í sumar og getum þurrkað þá óvissu út og gefið allt í botn fyrir komandi keppnistímabil. Bæði liðin okkar ætla sér langt og þetta er stórt skref fyrir okkur. Víkingur í samstarfi við Mennta- og barnamálaráðneytið og Reykjavíkurborg eiga hrós skilið fyrir þetta. Engin orð fá lýst því hversu þakklát við erum,“ segir Þorleifur Ólafsson, framkvæmdastjóri UMFG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Í gær

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er