fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Gylfi tjáir sig: „Þegar ég var búinn að ákveða að koma heim fannst mér mikilvægt að velja rétt“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er afskaplega ánægður með þá ákvörðun mína að ganga til liðs við Val sem er að mínu mati fyrirmyndar félag. Ég tel að leikstíll minn henti vel þeim fótbolta sem Valsliðið vill spila eftir að hafa æft með þeim að undanförnu. Mér hefur liðið vel frá því ég mætti á mína fyrstu æfingu og hér verður gott að vera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson eftir að hafa skrifað undir tveggja ára samning við Val.

Félagaskipti Gylfa voru staðfest í dag.

Gylfi segir ákveðin atriði hafa vegið þyngra en önnur í þeirri ákvörðun sinni að ganga til liðs við Val. „Þegar ég var búinn að ákveða að koma heim fannst mér mikilvægt að velja rétt. Umhverfið sem er boðið upp á hjá Val er mjög gott og á pari við það sem best gerist á norðurlöndunum. Svo hef ég bara góða tilfinningu fyrir klúbbnum og maður finnur að hér er mikill metnaður.“

Gylfi hefur aldrei leikið með meistaraflokki hér á landi en hann fór 15 ára gamall til Reading á Englandi. Þremur árum síðar lék hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins og sló eftirminnilega í gegn.

Gylfi spilaði síðan með Hoffenheim í Þýskalandi áður en hann gekk til liðs við Swansea. Með þeim lék hann í ensku úrvalsdeildinni en hann lék einnig fyrir Tottenham Hotspurs og Everton á Englandi.

Þá hefur Gylfi verið lykilmaður í sögulegum árangri íslenska liðsins og leikið bæði á lokakeppni Evrópu- og heimsmeistaramótsins.

Þrátt fyrir þennan magnaða feril segist Gylfi alls ekki vera kominn heim til Íslands til þess að hafa það eitthvað kósý.

„Alls ekki. Ég hef aldrei orðið íslandsmeistari og miðað við mannskapinn hjá Val þá tel ég ekkert því til fyrirstöðu að við berjumst um titilinn. Ég þekki nokkra mjög vel í liðinu og er að kynnast öðrum betur. Þetta er flott blanda af reynslumiklum mönnum og ungum og efnilegum strákum sem ég hlakka til þess að spila með.,“ segir Gylfi Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Í gær

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Í gær

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni