fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Ósáttur við skrefið sem Gylfi Þór virðist ætla að taka – „Ég nenni ekki að hlusta á þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. mars 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem Gylfi Þór Sigurðsson þokist nær Val. Þetta var rætt í hlaðvarpinu vinsæla Steve Dagskrá í gær.

Gylfi sneri aftur á fótboltavöllinn í haust með Lyngby, auk þess sem hann sneri aftur í íslenska landsliðið, en rifti samningi sínum í Danmörku í vetur vegna meiðsla. Fór hann í endurhæfingu á Spáni, þar sem hann æfði svo með Fylki og síðar Val í æfingaferð liðsins.

Gylfi er uppalinn hjá FH en spilaði einnig með Breiðabliki áður en hann hélt út í atvinnumennsku ungur að árum.

„Ef Gylfi er að koma heim, einn besti fótboltamaður okkar í sögunni, þá finnst mér „pathetic“ að hann fari í Val. Sorrí. Þú ert kominn heim, gerðu þetta af viti, farðu á miðjuna hjá FH og tæklaðu og djöflastu,“ segir Vilhjálmur Freyr Hallsson, annar þáttastjórnenda Steve Dagskrá og FH-ingur.

Rætt hefur verið um að atvinnumannaumhverfið hjá Val heilli Gylfa.

„Er þetta út af einhverjum morgunæfingum? Þú getur örugglega hitt Aron Pálmars (leikmann FH í handbolta) í lyftingasalnum og tekið góða rækt þar.“

Gylfi sagði eitt sinn að markmiðið væri að snúa aftur í FH áður en ferlinum lyki.

„Ég nenni ekki að hlusta á þetta. Hann er að verða 35 ára og hefur æft vel lengi. Nú ertu bara kominn heim og það er kominn tími til að standa við það sem þú sagðir, að þú myndir enda ferilinn í FH. Ekki fara í Val. Hættu bara frekar en að fara í Val,“ segir Vilhjálmur enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Í gær

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Í gær

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo
433Sport
Í gær

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Í gær

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram