Orðrómar um að Gylfi sé á leið í Val verða æ háværari. Hann er nú með liðinu í æfingaferð þess á Spáni. Gylfi hefur verið í endurhæfingu á Spáni undanfarnar vikur. Á dögunum æfði hann einnig með Fylki.
Meira
Framtíð Gylfa Þórs að skýrast – „Þetta snýst ekkert um peninga“
Gylfi sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í haust en hann skrifaði undir hjá Lyngby í Danmörku, auk þess sem hann sneri aftur í íslenska landsliðið og bætti til að mynda markametið þar.
Síðan hefur Gylfi hins vegar verið að glíma við meiðsli og rifti hann samningi sínum við Lyngby vegna þeirra.
Gylfi æfði með Val síðasta sumar er hann var að undirbúa endurkomu sína og gæti hann gengið til liðs við félagið fyrir komandi leiktíð í Bestu deildinni.