Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segir að það væri enginn ‘gullmiði’ fyrir Tottenham að ná Meistaradeildarsæti á þessu tímabili.
Tottenham er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni og mætir Aston Villa í hörkuleik á morgun.
Villa er fyrir leikinn með 55 stig í fjórða sætinu en Tottenham er fimm stigum neðar og pressar að Birmingham liðinu.
Postecoglou vitnar í sögu Willy Wonka í viðtali við blaðamenn en hann sér engan tilgang í að fagna því að ná Meistaradeildarsæti – stefnan er að vinna titla með Lundúnarliðinu.
,,Ég sé ekki tilgang í að stefna á neitt nema fyrsta sætið. Hver er tilgangurinn?“ sagði Postecoglou.
,,Ég er hérna til að búa til lið sem getur unnið hluti, það er ekkert vit í að stefna á eitthvað annað.“
,,Vinur, þetta er ekki gullmiðinn frá Willy Wonka, skilurðu mig? Þú færð bara eitt ár í Meistaradeildinni.“
,,Ef þú nærð ekki að byggja ofan á það eða læra af því þá er það tilgangslaust. Við erum ekki hérna bara til að vera með.“