Ótrúlegt atvik átti sér stað í ensku B-deildinni í gærkvöldi. Þar mættust QPR og West Brom.
Leiknum lauk 2-2 en í stöðunni 1-2 fyrir West Brom skallaði Sam Field, leikmaður QPR, boltann í átt að marki. Þar mætti Cedric Kipre, varnarmaður West Brom, og sló boltann yfir markið.
Dómarar sáu ekki atvikið, ekki frekar en flestir á vellinum og því var ekkert dæmt.
Kipre laumaði sér á bak við markvörð sinn, Alex Palmer og héldu flestir að sá síðarnefndi hafi varið á ótrúlegan hátt. Við nánari skoðun er augljóst að svo var ekki.
Sem fyrr segir lauk leiknum 2-2. West Brom er í umspilssæti í deildinni en QPR í hörku fallbaráttu.
Þetta ótrúlega atvik má sjá hér að neðan.
How did Kipre not get sent off for this 😳👋⚽️
What a save though 😅pic.twitter.com/5aBi996YKp
— Wonderfully Football (@wonderfullyftbl) March 6, 2024