Erling Braut Haaland, leikmaður Manchester City, hefur svarað ummælum Trent Alexander-Arnold um að titlar Liverpool séu þýðingarmeiri en titlar sem City vinnur.
Trent sagði að vegna fjárhagsstöðu félaganna hefðu titlar Liverpool meiri þýðingu fyrir þá og þeirra stuðningsmenn heldur en hjá City.
„Hann má segja þetta ef hann vill. Ég hef verið hér í eitt ár og ég vann þrennuna. Það var góð tilfinning. Ég held að hann þekki ekki þá tilfinningu,“ segir Haaland en City vann ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn og Meistaradeildina síðasta vor.
„Ég veit ekki af hverju hann er að segja þetta en mér er alveg sama.“