fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Sigurður Bjartur búinn að skrifa undir hjá FH – Heimir las það á netinu að hann væri til sölu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 14:28

Heimir Guðjónsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, verður gestur í sjónvarpsþætti 433.is í kvöld klukkan 20:30.

Sigurður Bjartur Hallsson skrifaði undir hjá FH í gær og kaupir félagið sóknarmanninn frá KR.

Sigurður mætti á sína fyrstu æfingu með FH í gær og fer í æfingaferð með liðinu á föstudag.

„Það er klárt, var klárað í gær og mætti á æfingu í gær. Það er ekkert launungarmál að við höfum viljað styrkja framlínuna hjá okkur,“ segir Heimir í sjónvarpsþætti kvöldsins.

Heimir segir að FH hafi vantað aukna breidd í sóknarleikinn.

„Við höfum ekki verið með mikla breidd, ég hef alltaf verið hrifin af Sigga sem leikmanni þegar hann hefur verið í KR-treyjunni. Stóð sig líka vel hjá Grindavík.“

„Hann kemur með góð element fyrir okkur, ég býst við því að hann eigi eftir að standa sig vel í FH-treyjunni.“

Heimir segist hafa lesið það á netinu að Sigurður væri á förum frá KR en þá var hann að fara að semja við Fylki. Hann hafði strax samband við Davíð Þór Viðarsson og lét hann vaða í málið.

„Ég sá þessa frétt á Fótbolta.net, þá hringdi ég strax í yfirmann knattspyrnumála og sagði honum að við færum strax í þetta mál að fullum þunga.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Davíð Þór reif fram til að fá Kára úr Laugardalnum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Davíð Þór reif fram til að fá Kára úr Laugardalnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að allir leikmenn elski Salah

Segir að allir leikmenn elski Salah
Hide picture