fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Leikmaður Liverpool hafði áhrif á hugsanleg skipti Ragnars til Spánar – „Meikar ekki sense“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 4. mars 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefði getað farið í spænsku úrvalsdeildina ungur að árum en félag hans, Gautaborg, hleypti honum ekki burt. Hann segir frá þessu í hlaðvarpinu Chess After Dark.

Ragnar var tvítugur þegar hann fór til Gautaborgar frá uppeldisliðinu Fylki. Hann lék við góðan orðstýr í Svíþjóð frá 2007 til 2011 en hefði á þeim tíma getað farið enn hærra.

„Ég held að Espanyol hafi boðið í mig 15 milljónir sænskar. Það er 15 sinnum peningurinn sem Gautaborg keypti mig á og þeir voru ekki að borga mér há laun. En þeir sögðust víst vilja fá 50 milljónir fyrir mig, sem meikar ekki sense,“ segir Ragnar.

Ragnar telur að skipti danska landsliðsmannsins Daniel Agger skömmu áður frá Bröndby til Liverpool hafi haft áhrif á markaðinn í Skandinavíu. Samkvæmt Transfermarkt borgaði enska stórliðið hátt í 9 milljónir evra fyrir miðvörðinn árið 2006.

„Þá ákvað bara hver einasti klúbbur í Skandinavíu að setja þennan standard. Þannig ég fékk ekki að fara til Espanyol. Ég hef á tilfinningunni að verðmiðinn sem var settur á mig þarna hafi hrætt alla í burtu,“ segir Ragnar sem átti eftir að eiga glæstan feril, til að mynda í Danmörku og Rússlandi.

Ragnar ræðir þetta nánar í meðfylgjandi klippu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“