Manchester Vity vann grannaslaginn í Manchester í kvöld er liðið mætti þeim rauðklæddu í Manchester United.
United byrjaði leikinn vel og komst yfir með marki frá Marcus Rashford eftir aðeins átta mínútur.
Rashford átti frábært skot fyrir utan teig og var það einba mark fyrri hálfleiksins á Etihad.
City jafnaði metin á 56. mínútu en Phil Foden kom þá knettinum í netið eftir stoðsendingu frá Rodri.
Foden var aftur á ferðinni á 80. mínútu og bætti Erling Haaland svo við þriðja marki heimamanna í uppbótartíma en Rodri lagði upp sitt annað mark á Norðmanninn.
City var miklu sterkari aðilinn í leiknum og átti 27 marktilraunir gegn aðeins tveimur frá gestunum.
Man City: Ederson (6), Walker (6), Stones (7), Dias (5), Ake (7), Rodri (8), De Bruyne (7), Bernardo (7), Foden (9), Doku (6), Haaland (6).
Varamenn: Alvarez (7).
Man Utd: Onana (7), Dalot (6), Varane (7), Evans (6), Lindelof (6), Mainoo (6), Casemiro (6), McTominay (5), Fernandes (6), Rashford (7), Garnacho (5).
Varamenn: Kambwala (5), Antony (5), Amrabat (4), Forson (6).