Arnar Númi Gíslason hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Fylkis.
Arnar sem er uppalinn í Haukum kemur til Fylkis frá Breiðablik en síðustu tímabil hefur hann verið í láni hjá Gróttu og Fjölni.
Alls hefur hann spilað 53 KSÍ leiki og skorað í þeim 3 mörk ásamt því að eiga 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands.