Sol Campbell fyrrum leikmaður enska landsliðsins, Arsenal og Tottenham er með húsið sitt í London á sölu. Húsið er í Chelsea hverfinu.
Húsið hefur í raun verið á sölu frá árinu 2021 en þá setti Campbell húsið á sölu og vildi fá 25 milljónir punda.
Enginn hefur stokkið á það að kaupa húsið á rúma 4 milljarða og Campbell er því búinn að slá af.
Hann vill nú fá 15 milljónir punda og gefur því 1,7 milljarð í afslátt.
Campbell hefur ekki búið í húsinu um langt skeið en árið 2022 fór hann í mál við aðila sem leigði af honum húsið.
Sá skuldaði 1,5 milljón punda í leigu og málið fór fyrir dómstóla þar sem Campbell fékk greitt.’