fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
433Sport

Hætti vegna hjartavandamála og þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Þyrfti að fara í margar ítarlegar skoðanir“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 22:25

Aguero með kagganum sínum. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert til í þeim sögusögnum að Sergio Aguero sé að snúa aftur á völlinn þremur árum eftir að hafa lagt skóna á hilluna.

Aguero hætti 2021 vegna hjartavandamál en var orðaður við Independiente í heimalandinu í síðustu viku.

Carlos Tevez, fyrrum liðsfélagi Aguero í argentínska landsliðinu og Manchester City, er stjóri Independiente og opnaði dyrnar fyrir hans komu.

Sögusagnir fóru þá af stað að Aguero gæti verið að taka skóna af hillunni en hann þvertekur fyrir þann orðróm.

,,Þetta er algjör lygi, ég er ekki að fara að æfa með Independiente og er ekki að því,“ sagði Aguero.

,,Stundum ákveða fjölmiðlar að búa til lygasögur. Ég hef rætt við hjartalækni minn og hann segir að ég sé heilbrigður og að það sé mikilvægt að ég haldi mér þannig.“

,,Að æfa með liði í efstu deild Argentínu er annað mál, ég þyrfti að fara í margar ítarlegar skoðanir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eldri kona reif sig úr að ofan fyrir framan þúsundir manna í Liverpool í gær – Atvikið vakti mikla kátínu

Eldri kona reif sig úr að ofan fyrir framan þúsundir manna í Liverpool í gær – Atvikið vakti mikla kátínu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um árásina í Liverpool í gær – „You’ll never walk alone“

Jurgen Klopp tjáir sig um árásina í Liverpool í gær – „You’ll never walk alone“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var 13 ára gamall þegar hann íhugaði oft að taka eigið líf – Segir frá því hvað bjargaði sér

Var 13 ára gamall þegar hann íhugaði oft að taka eigið líf – Segir frá því hvað bjargaði sér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikael sendir föst skot í Laugardalinn vegna Daða Bergs – „Hvaða þvæla er þetta?“

Mikael sendir föst skot í Laugardalinn vegna Daða Bergs – „Hvaða þvæla er þetta?“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane mætti í súran gleðskap um helgina með unnusta sínum

Sveindís Jane mætti í súran gleðskap um helgina með unnusta sínum
433Sport
Í gær

Segir frá því þegar City gerði óvart tilboð í Lionel Messi

Segir frá því þegar City gerði óvart tilboð í Lionel Messi