Midtjylland í Danmörku greinir frá því að Kristoffer Olsson leikmaður félagsins hafi verið fluttur án meðvitundar af heimili sínu.
Olsson hefur verið í fréttum undanfarið vegna þess að hann hefur ekki verið með Midtjylland.
Danska félaið vildi koma í veg fyrir rætnar kjaftasögur sem hafa verið að skjóta upp kollinum og greina frá málinu.
Atvikið átti sér stað fyrir viku síðan. „Midtjylland vonar að almenningur beri virðingu fyrir þessu,“ segir danska félagið.
Olsson er fyrrum leikmaður Arsenal en hann hefur spilað tæplega 50 landsleiki fyrir Svíþjóð.
Sverrir Ingi Ingason er leikmaður Midtjylland en hann er á sínu fyrsta tímabili með þessu danska félagi.