Adi Hutter, þjálfari Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, er að verða nokkuð pirraður á framherjanum Florin Balogun.
Balogun er 22 ára gamall og er bandarískur landsliðsmaður og lék með Arsenal frá 2008 til ársins 2023.
Þar spilaði Balogun aðeins tvo deildarleiki og var lánaður til bæði Middlesbrough og Reims.
Monaco ákvað að kaupa Balogun í fyrra og hefur hann skorað sex mörk í 21 leik hingað til.
,,Hann er búinn að klúðra fjórum vítaspyrnum á þessu tímabili, það er mikið og það er of mikið,“ sagði Hutter.
,,Ég þarf að taka ábyrgð á þessu, það er möguleiki á að við breytum um vítaspyrnuskyttu í framtíðinni.“
Balogun klikkaði enn eina ferðina á vítaspyrnu um helgina í 2-3 sigri á Lens en skoraði þó fyrsta mark leiksins.