fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Þrumuræða Þorvaldar vakti athygli – Þetta eru þau atriði sem hann vill leggja áherslu á í starfi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. febrúar 2024 09:50

Mynd/KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekki kjósa mig ef þið viljið stöðnun,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, nýr formaður KSÍ í framboðsræðu sinni á ársþingi KSÍ um helgina. Þorvaldur hafði þá betur í kjörinu gegn Guðna Bergssyni og Vigni Má Þormóðssyni.

Þorvaldur hafði í aðdraganda þingsins látið verkin tala og virðist með þeim hafa heillað hreyfinguna. Í annari umferð kosninganna, sem var á milli Vignis og Þorvaldar, deildust atkvæðin þannig að Þorvaldur Örlygsson fékk 51,72% atkvæða (75 atkvæði) og Vignir Már Þormóðsson fékk 48,28% atkvæða (70 atkvæði).

Ræða Þorvaldar á þinginu var með þeim hætti að óákveðnir eða þeir sem kusu Guðna í fyrstu umferð voru líklegir til þess að færa sig til Þorvaldar. Hann heilaði salinn og það varð raunin. Vignir var efstur í fyrstu umferð en Þorvaldur fékk til sín 20 atkvæði frá fyrstu umferð á meðan Vignir bætti við sig ellefu.

Þorvaldur hefur boðað nokkrar breytingar á KSÍ, hann ætlar sér að taka til í rekstri sambandsins og segist ætla að reyna að sætta mál sem hafa verið á milli KSÍ og ÍTF.

Þetta voru helstu punktar úr ræðu Þorvaldar:
Boðaði að taka reksturinn í gegn

KSÍ eigi að stuðla að bætingum í karla og kvennaknattspyrnu

Náin tengsl við hreyfinguna og meiri en oft hefur verið.

Reynsla, kunnátta, þekking, ábyrgð og óháður

Fegrar ekki hlutina og segir sannleikann

Boðar að ná meiri sátt í kringum KSÍ og ÍTF

Heiðarlegur og þolir ekki baktjaldamakk

Fjölga konum í þjálfun og dómgæslu

Koma dómaranámskeiðum inn í skólakerfið

Formaður sem þorir og nennir að vinna að hagsmunum félaganna alla daga vikunnar.

KSÍ á ekki að vera klíkuskapur, samband hreyfingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar