John Terry, goðsögn Chelsea, birti ansi skemmtilega mynd á Instagram síðu sína um helgina.
Þar má sjá Terry allsberan með bikar í hönd en hann vann fjölmarga titla á sínum ferli sem leikmaður Chelsea.
Terry birti mynd af sér með deildabikarinn en úrslitaleikur keppninnar fór fram um helgina og vann Liverpool einmitt Chelsea 1-0.
Terry var djarfur á Instagram og birti mynd af sér nöktum með bikarinn í hönd og fékk skemmtileg viðbrögð.
,,Ég bjóst við að sjá ýmislegt í dag en þetta sá ség ekki koma,“ skrifar einn við myndina og bætir annar við: ‘Jæja þá er komið að því, John er að byrjak á OnlyFans.’
Því miður fyrir hans menn þá tapaðist leikurinn en myndina umtöluðu má sjá hér.