Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, þáttastjórnendur hlaðvarpsis vinsæla Steve Dagskrá, voru gestir Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson stýrði þættinum.
Það kom mörgum á óvart þegar Gylfi Þór Sigurðsson var orðaður við Val á ný á dögunum. Gylfi var orðaður við Val síðasta sumar eftir að hafa æft með liðinu þegar hann var að koma sér aftur á völlinn. Hann fór hins vegar að lokum til Lyngby í Danmörku. Nú er hann aftur án félags en hann hefur verið í endurhæfingu vegna meiðsla.
„Ég vil ekki sjá hann þarna (hjá Val),“ sagði Vilhjálmur, sem styður uppeldisfélag Gylfa, FH.
„Ef Gylfi vill komast í gæði fer hann á hybrid grasið í Kaplakrika,“ skaut Andri inn í léttur í bragði.
Hann telur jafnframt að laun muni ekki skipta of miklu máli ef Gylfi mun á annað borð velja sér félag til að skrifa undir hjá á Íslandi.
„Ég held að einhverjir 100 þúsund kallar skipti Gylfa ekki máli þegar kemur að því að velja lið á Íslandi. Hann æfði með Val út af góðri aðstöðu þar.“
Umræðan í heild er í spilaranum.