fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Viðar segir lágmarkslaunakröfumennina borga reikninginn frá Villa Vill

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. febrúar 2024 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morten Beck Andersen borgar ekki lögmannskostnað sinn í máli sem hann hefur rakið gegn FH. Þessu heldur Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH fram í þættinum Mín skoðun á Brotkast.

FH var dæmt til að greiða öll launatengd gjöld í kringum laun Morten Beck frá tíð hans hjá félaginu. FH taldi Morten hafa verið verktaka félagsins en Morten taldi sig hafa verið launþega.

Málið var dæmt Morten í hag en hann fékk þó ekki krónu frá FH. „Hann hafði fengið allt sem hann átti að fá, eini sem hagnaðist á þessu máli var íslenska ríkið,“ segir Viðar í viðtali við Valtý Björn Valtýsson.

Málið er nú á borði alþjóðlegra dómstóla en þar er KSÍ orðið hluti af málinu þar sem Morten Beck og hans fólk er ósátt við það að FH hafi ekki þurft að sæta félagaskiptabanni.

„Hann er örugglega ekki lægri lögfræðikostnaðurinn hjá þeim en okkur, hann er nálægt fjórum milljónum. Villi Vill hefur ekki gefið sína vinnu og á ekki að gera,“ sagði Viðar og á þar við lögmanninn, Vilhjálm Vilhjálmsson.

„Morten Beck er ekki að borga þennan kostnað, það er lágmarkslaunakröfumennirnir. Leikmannastök Íslands, þeir eiga peninga. Ég er 95 prósent viss um að Leikmannasamtökin hafi borgað kostnað Morten Beck í þessu máli,“ sagði Viðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist
433Sport
Í gær

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar