fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Viðar segir lágmarkslaunakröfumennina borga reikninginn frá Villa Vill

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. febrúar 2024 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morten Beck Andersen borgar ekki lögmannskostnað sinn í máli sem hann hefur rakið gegn FH. Þessu heldur Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH fram í þættinum Mín skoðun á Brotkast.

FH var dæmt til að greiða öll launatengd gjöld í kringum laun Morten Beck frá tíð hans hjá félaginu. FH taldi Morten hafa verið verktaka félagsins en Morten taldi sig hafa verið launþega.

Málið var dæmt Morten í hag en hann fékk þó ekki krónu frá FH. „Hann hafði fengið allt sem hann átti að fá, eini sem hagnaðist á þessu máli var íslenska ríkið,“ segir Viðar í viðtali við Valtý Björn Valtýsson.

Málið er nú á borði alþjóðlegra dómstóla en þar er KSÍ orðið hluti af málinu þar sem Morten Beck og hans fólk er ósátt við það að FH hafi ekki þurft að sæta félagaskiptabanni.

„Hann er örugglega ekki lægri lögfræðikostnaðurinn hjá þeim en okkur, hann er nálægt fjórum milljónum. Villi Vill hefur ekki gefið sína vinnu og á ekki að gera,“ sagði Viðar og á þar við lögmanninn, Vilhjálm Vilhjálmsson.

„Morten Beck er ekki að borga þennan kostnað, það er lágmarkslaunakröfumennirnir. Leikmannastök Íslands, þeir eiga peninga. Ég er 95 prósent viss um að Leikmannasamtökin hafi borgað kostnað Morten Beck í þessu máli,“ sagði Viðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensku strákarnir töpuðu en eiga enn veika von

Íslensku strákarnir töpuðu en eiga enn veika von
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Í gær

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Í gær

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“