Sir Jim Ratcliffe sem mun nú stýra Manchester United og öllum hlutum tengdum fótboltanum hefur opnað dyrnar fyrir Mason Greenwood á nýjan leik.
Greenwood er á láni hjá Getafe en United treysti sér ekki til að spila honum. Var það vegna fjarveru hans í átján mánuði þar sem Greenwood var undir rannsókn lögreglu.
Ratcliffe ætlar sjálfur að skoða málið. „Greenwood er leikmaður Manchester United og við stýrum þeim málum,“ segir Ratcliffe.
„Við þurfum að taka ákvörðun, er hann rétti leikmaðurinn fyrir okkur? Er hann góð persóna eða ekki?
„Það hefur enginn ákvörðun verið tekinn. Hann er á láni en hann er ekki sá eini,“ segir Ratcliffe og á þar við um Jadon Sancho.
„Við erum með einn eða tvo á láni sem þarf að taka ákvörðun um og við munum gera það. Við munum reyna að átta okkur á staðreyndum.“
„Við munum taka upplýsta ákvörðun, hjá okkur skiptir máli að þetta sé gott fólk sem spilar fyrir félagið.“
„Getur Greenwood spilað vel fyrir Manchester United, myndi okkur líða vel með það og stuðningsmönnum okkar?.“
„Við erum að tala um ungt fólk sem fær ekki alltaf besta uppeldið, það eignaðist mikið af peningum og fær ekki alltaf þær leiðbeiningar sem þarf.