fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Orðið á götunni: Harka færist í leikinn og svona virðast atkvæðin liggja fyrir kjörið á laugardaginn

433
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í gríðarlega spennu þegar kosið verður til formanns KSÍ, Guðni Bergsson, Þorvaldur Örlygsson og Vignir Már Þormóðsson sækjast allir eftir starfinu sem Vanda Sigurgeirsdóttir hefur sinnt í rúm tvö ár.

Orðið á götunni hefur heyrt ýmsar útgáfur af niðurstöðunni síðustu daga en ómöuglegt er að lesa í spilinn.

Guðni sem er fyrrum formaður sambandsins á sína stuðningsmenn, öruggt er talið að Valur muni kjósa hann en Guðni sækir hann einnig styrk sinn í Suðvestur-kjördæmið eins og það er kallað. Hann er sagður eiga örugg atkvæði frá Keflavík, Njarðvík, Þrótti Vogum og Reyni Sandgerði. Selfyssingar hafa lengi haldið upp á Guðna og minni félög þar í kring munu einnig styðja hann.

Þorvaldur Örlygsson mætir til leiks með sín atkvæði og er talið næstum öruggt að bæði Stjarnan og Breiðablik muni kjósa hann, Fram og HK eru félög sem hann hefur sterkar tenginar í. HK mun að öllum líkindum styðja Þorvald en í röðum Fram er tekist á um það hvor styðja eigi Þorvald eða Guðna ef marka má orðið á götunni. Þorvaldur á svo stuðningsmenn víða um land, hann sækir atkvæði á Austurlandið og á Ólafsfirði er litið upp til Þorvaldar og fær hann atkvæði frá KF.

Vignir Már er sterkur á Noðurlandi og mætir á laugardaginn með atkvæðin frá bæði KA og Þór ef marka má orðið á götunni, fleiri atkvæði eru í poka Vignis að norðan. Hann sækir svo atkvæði frá Vestra, ÍA og Grindavík ef marka má sögurnar. Atkvæðin frá ÍBV fara einnig til Vignis enda er í hann samfloti með Inga Sigurðssyni, Eyjamanni sem býður sig fram til stjórnar og styður Vigni.

Þá er talið líklegt að FH muni styðja Vigni en óvíst er hvert atkvæðin frá KR og Víkingi Reykjavík falla. Fleiri félög halda þétt að sér spilunum en ekki er hægt að lesa í kortin hjá Aftureldingu, Fylki og Þrótti svo dæmi séu tekin.

Atkvæðin virðast því skiptast ansi jafnt á milli manna og minni félög og félög sem hafa ekki tekin ákvöðrun munu hafa mikið að segja. Hver ber sigur úr býtum ætti að liggja fyrir um klukkan 17:30 á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Í gær

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?