fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Hefði líklega aldrei komið ef vinir hans væru ekki hjá félaginu – ,,Gerði það meira freistandi“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 21:44

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru litlar líkur á að bakvörðurinn Jordi Alba hefði skrifað undir hjá Inter Miami ef vinir hans væru ekki leikmenn liðsins.

Alba viðurkennir þetta sjálfur en hann gekk í raðir Miami eftir að Lionel Messi og Sergio Busquets höfðu skrifað undir – síðar gekk Luis Suarez einnig í raðir félagsins.

Þessir fjórir leikmenn spiluðu allir með Barcelona á sínum tíma og þekkja það vel að vinna alla þá titla sem eru í boði.

,,Ég verð aldrei þreyttur á því að vinna titla. Ég vil halda áfram að vinna og berjast um alla titla,“ sagði Alba.

,,Ef ég væri ekki spenntur fyrir þessu verkefni þá væri ég ekki hérna, ég hefði haldið mig heima í Barcelona og lagt skóna á hilluna.“

,,Þetta tilboð var spennandi og ég vildi líka spila með Messi og Sergio Busquets á ný sem gerði tilboðið meira freistandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag