fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Hafa miklar áhyggjur af vini sínum sem er á vondum stað andlega – ,,Hann þarf að vera með krökkunum í annarri byggingu“

433
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir vinir varnarmannsins Malang Sarr sem hafa áhyggjur af sínum manni en hann er á mála hjá Chelsea.

Sarr hefur lítið fengið að spila með Chelsea eftir að hafa skrifað undir hjá félaginu fyrir um fjórum árum síðan.

Sarr fær 100 þúsund pund í vikulaun hjá Chelsea en neyðist til að æfa með varaliðinu og fær engar mínútur á vellinum.

Athletic fjallar um málið en Sarr reyndi að komast til Le Havre í Frakklandi í janúar en án árangurs.

,,Ég hef aldrei séð hann jafn sorgmæddan. Ég hef í raun aldrei séð hann í því standi sem hann er. Hann þarf að að ná andlegum bata,“ sagði vinur Sarr í samtali við Athletic.

,,Það er afskaplega erfitt þegar þú færð ekkert að spila, hann fær ekki einu sinni að vera í búningsklefa aðalliðsins. Hann er með krökkunum í annarri byggingu.“

Sarr er 25 ára gamall og var um tíma fyrirliði Nice í frönsku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Í gær

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 2 dögum

Söðlar um innan Lundúna fyrir sex milljarða

Söðlar um innan Lundúna fyrir sex milljarða
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld