fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Birtir mynd glöð í bragði nokkrum mínútum eftir að fyrrverandi var dæmdur fyrir nauðgun

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joana Sanz, fyrrum eiginkona Dani Alves birti mynd af sér glöð i bragði eftir að Alves hafði verið dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun.

Sanz og Alves voru saman þegar hann nauðgaði konunni en hann sagðist hafa haldið framhjá henni en ekki nauðgað konunni.

Alves fyrrum leikmaður Barcelona hefur verið dæmdur í rúmlega fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á skemmistað þar í borg. Dómur var kveðinn upp í dag.

Hann þarf að greiða fórnarlambi sínu 150 þúsund evrur í bætur eða um 20 milljónir króna.

Alves var handtekinn í Barcelona í byrjun síðasta árs, grunaður um kynferðisbrot á skemmtistað þann 30. desember. Bakvörðurinn hefur neitað sök síðan og sagt að hann hafi stundað kynlíf sem báðir aðilar vildu.

Alves hefur síðan þá verið fastur á bak við lás og slá á meðan málið hefur verið í kerfinu.

Hann hefur ítrekað reynt að fá að vera laus gegn tryggingu en yfirvöld á Spáni vildu það ekki, töldu þau að Alves gæti reynt að flýja heim til Brasilíu.

Alves er fertugur og á glæstan feril að baki. Hann hefur unnið alla stærstu titlanna í félagsliðaboltanum og leikið með liðum á borð við Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref