Joana Sanz, fyrrum eiginkona Dani Alves birti mynd af sér glöð i bragði eftir að Alves hafði verið dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun.
Sanz og Alves voru saman þegar hann nauðgaði konunni en hann sagðist hafa haldið framhjá henni en ekki nauðgað konunni.
Alves fyrrum leikmaður Barcelona hefur verið dæmdur í rúmlega fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á skemmistað þar í borg. Dómur var kveðinn upp í dag.
Hann þarf að greiða fórnarlambi sínu 150 þúsund evrur í bætur eða um 20 milljónir króna.
Alves var handtekinn í Barcelona í byrjun síðasta árs, grunaður um kynferðisbrot á skemmtistað þann 30. desember. Bakvörðurinn hefur neitað sök síðan og sagt að hann hafi stundað kynlíf sem báðir aðilar vildu.
Alves hefur síðan þá verið fastur á bak við lás og slá á meðan málið hefur verið í kerfinu.
Hann hefur ítrekað reynt að fá að vera laus gegn tryggingu en yfirvöld á Spáni vildu það ekki, töldu þau að Alves gæti reynt að flýja heim til Brasilíu.
Alves er fertugur og á glæstan feril að baki. Hann hefur unnið alla stærstu titlanna í félagsliðaboltanum og leikið með liðum á borð við Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain.