Jim Ratcliffe hefur eignast 27,7 prósent hlut í Manchester United en kaupin gengu í gegn seint í gær.
Ratcliffe mun aðallega sjá um fótboltalegu hlið United sem er gleðiefni fyrir stuðningsmenn á Old Trafford.
Ratcliffe hefur gefið í skyn að Mason Greenwood gæti enn spilað fyrir félagið en hann er í láni hjá Getafe í dag.
Búist var við að Greenwood gæti aldrei snúið aftur til United en Ratcliffe útilokar það ekki.
,,Þetta er ný ákvörðun sem félagið þarf að taka. Hann er leikmaður Manchester United,“ sagði Ratcliffe.
,,Við þurfum að skoða staðreyndirnar og taka sanngjarna ákvörðun. Svo getum við komist að niðurstöðu varðandi Greenwood.“