Barcelona er í fínni stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir leik við Napoli sem fór fram á Ítalíu í kvöld.
Barcelona komst yfir í leiknum en Robert Lewandowski komst á blað og gerði það sem hann gerir best.
Önnur markavél skoraði stuttu síðar en Victor Osimhen jafnaði metin fyrir heimamenn er korter lifði leiks.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og er allt opið fyrir seinni leikinn sem fer fram á Nou Camp.
Porto fékk Arsenal í heimsókn á sama tíma þar sem allt stefndi í markalaust jafntefli.
Porto tókst hins vegar að skora á 94. mínútu í uppbótartíma og tryggði gríðarlega mikilvægan sigur á heimavelli.
Napoli 1 – 1 Barcelona
0-1 Robert Lewandowski(’60)
1-1 Victor Osimhen(’75)
Porto 1 – 0 Arsenal
1-0 Galeno(’94)