Það er búið að reka Roy Hodgson úr starfi hjá Crystal Palace en félagið tók þá ákvörðun á dögunum.
Hodgson er 76 ára gamall og hefur þjálfað í mörg, mörg ár en möguleiki er á að hann sé hættur þjálfun eftir að hafa veikst skyndilega á æfingu í síðustu viku.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skilur ekki af hverju Hodgson er enn vinnandi á þessum aldri en hann ætlar sjálfur ekki að eyða allri ævinni á hliðarlínunni.
,,Ég hef sagt það nokkrum sinnum, ég skil ekki af hverju hann er ennþá að vinna!“ sagði Klopp.
,,Ég skil bara ekki hvað hann er að pæla! Þetta er einn vinalegasti maður sem ég hef hitt og hann er fullur af reynslu.“
,,Ég vona innilega að hann jafni sig af veikindunum og óska þess að hann haldi heilsu.“