fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Elvar segir frá atviki á Akureyri: Margir höfðu lagt mikla fjármuni undir á fótboltaleik – „Það var barið í veggi og alvöru reiði“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net segir frá því í útvarpsþætti þeirra á X-977 að nokkur reiðir hafi brotist út á meðal áhorfanda í æfingaleik hér á landi á dögunum.

Um er að ræða leik KA og Dalvíkur/Reynis í Lengjubikarnum sem fram fór fyrir tólf dögum. Leiknum lauk með 3-1 sigri KA en margir höfðu veðjað á stærri sigur KA.

Elvar sagði þessa sögu í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag.

„Veðmálaheimurinn eins og hlustendur vita er orðinn alveg gígantískt stór, rosalegar upphæðir sem eru að fara í gegn. Það var leikur um daginn í Boganum, Dalvík/Reynir á móti KA og þar voru svakalegar upphæðir sem voru að ganga í gegnum,“ sagði Elvar í þættinum.

Hann segir veðmálin sem fólk hafði verið að leggja undir hafi verið með ýmsum hætti en einhver hafi snúist um það að KA yrði yfir í hálfleik.

„Ég veit þetta, ég var að tala við góðan mann fyrir Norðan sem sagði mér þetta. Það voru ýmsar útgáfur af veðmálum, það var búist við því að KA myndi rúlla yfir Dalvík í þessum leik. 1-1 var staðan í hálfleik, þá voru margir búnir aðv eðja á það að KA yrði yfir í hálfleik. KA vann 3-1 sigur, margir höfðu veðjað á stærri sigur KA. Það var angist í stúkunni,.“

Elvar sagði svo frá því að sumir sem veðjað höfðu á leikinn hefðu hreinlega misst stjórn á skapi sínu.

„Einhverjir voru í Reykjavík en þetta var það sem flaug um, að þetta væri það sem ætti að setja á. Svakalegar upphæðir sem voru settar á leikinn, það var barið í veggi og alvöru reiði.“

„Þetta er gott dæmi, þetta er Lengjubikar sem er æfingaleikur í Boganum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Í gær

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Í gær

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það