Jose Mourinho hefur tjáð sig um hvernig var að vinna með goðsögninni Cristiano Ronaldo sem er í dag hjá Al Nassr í Sádi Arabíu.
Ronaldo og Mourinho unnu saman hjá Real Madrid á sínum tíma áður en sá síðarnefndi var rekinn eftir þrjú ár.
Mourinho segir að það sé í raun ómögulegt að þjálfa Ronaldo enda er um algjöran fagmann að ræða sem hefur ávallt séð gríðarlega vel um sjálfan sig.
,,Þú getur í raun ekki þjálfað hann, þú getur ekki kennt honum mikið. Þetta snýst um að halda honum ánægðum,“ sagði Mourinho.
,,Hann breyttist sem leikmaður í Madríd, í Manchester þá var hann vængmaður sem komst framhjá fólki en á Spáni varð hann að markaskorara og varð það allan sinn feril.“
,,Þú þarft ekki að hvetja þennan leikmann áfram, þú þarft ekki að efast um metnaðinn, þú þarft ekki að kenna honum tækni. Þú gefur honum taktísk ráð og leyfir honum að njóta sín.“