fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Máni í framboði og setur þessi mál á oddinn – „Aðsóknin í meðferð hjá SÁÁ í þetta er gríðarleg“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 17. febrúar 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan var á sínum stað þessa vikuna en Þorkell Máni Pétursson var gestur þáttarins. Máni er í framboði til stjórnar KSÍ.

Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Sigurðsson stýrðu þættinum og byrjað var á að ræða framboð Mána.

„Það var hringt í mig fyrir tveimur árum og fólki fannst það frábær hugmynd, ég hef skoðanir á öllum hlutum og viðra þær almennt. Ég hef starfað í flestum hlutum fótboltans, ráðum eða þjálfa,“ sagði Máni.

„Það eru mál sem maður er að horfa á, hlutir sem mér finnst ekki hafa verið gerðir vel. Ég er á móti öllum framboðum, en þetta er ólaunað sjálfboðastarf og gat réttlæt það fyrir mér þannig.“

Málefnin sem Máni brennur fyrir eru nokkur og þar er helst að nefna veðmálafíkn í kringum fótboltann.

video
play-sharp-fill

„Þetta gambling mál, það fór í taugarnar á mér hvernig við afgreiddum þetta. Þarna var tækifæri til að taka á hlutum, fólk gerir sér ekki grein fyrir því að þetta er fíknisjúkdómur. Þetta er vandamál, við þurfum að komast fram fyrir málið og taka á því. Annars ræðum við þetta eftir 4-5 ár sem stórt vandamál, aðsóknin í meðferð hjá SÁÁ í þetta er gríðarleg. Við þurfum að koma þessu á koppinn.“

Rætt var svo um pistil Bjarna Helgasonar, blaðamanns á Morgunblaðinu sem óttast hrútalykt í Laugardalnum. Ástæðan er að þrjár konur eru að hætta hjá KSÍ en enginn er að koma inn í staðinn eins og staðan er núna.

„Ég tek alveg undir með Bjarna, hann er mjög skemmtilegur. Þetta er ekki það sem mér finnst aðalvandamálið, Vanda, Klara og Borghildur voru allar stórar þarna inni, Vandamálið finnst mér hins vegar vera mæting á völlinn, hún er að aukast í öllum löndum í kvennafótbolta en ekki hér. Ég ætla að lofa að það fjölgi áhorfendum í kvennaleikina í deildinni. Þegar ég þjálfaði kvennafótbolta fyrir 15 árum, þá var ég með fjórða besta liðið í deildinni og KR, Valur og Breiðablik voru öll með konur að þjálfa. Núna erum við ekki með konur að þjálfa, varla með konur að dæma. Samt sjáum við árangur Elísabetar, þjálfari sem kemur til greina í mörg stór störf. Við þurfum að konur séu sýnilegri í hreyfingunni, í dómgæslu og þjálfun. Myndavélin er á þeim en ekki stjórnarfólki KSÍ sem situr og borðar Sóma samloku.“

Máni vill svo sjá yngri landslið Íslands spila fleiri leiki og hugsar í lausnum.

„Það er mikið talað um fjárhag KSÍ, afreksjóður ÍSÍ er ekki fyrir stærsta sambandið með flestu skattgreiðendur heldur fyrir hobbý sport. Það er ekki gott, við erum að gera vel með yngri landsliðin. Hvernig árangri þjálfarar ná með stuttum undirbúningi og færri leikjum en önnur lönd. Við getum aldrei boðið neinum til Íslands, ástæðan er að hérna eru engin hótel á sumrin. Ég hef talað fyrir því að KSÍ ætti að eiga svona, Skagamönnum dreymir um að eiga hótel og KSÍ gæt merkt sér vikur þar og boðið í landsleiki hérna. Mekka fótboltans á ÍSlandi og þannig gætum við fjölgað landsleikjum fyrir yngri landslið án kostnaðar.“

Umræða um þetta er hér að ofan.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
Hide picture