Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var áægður með seinni hálfleik sinna manna gegn Chelsea í kvöld.
Meistararnir gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli en Raheem Sterling skoraði mark Chelsea og Rodri mark heimamanna.
,,Þetta var góður leikur. Við vorum ekki of góðir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var mjög flottur,“ sagði Guardiola.
,,Við fengum tækifæri í seinni hálfleiknum og vorum betri aðilinn.“
Guardiola var svo spurður út í Erling Haaland sem tókst ekki að komast á blað að þessu sinni.
,,Ég spilaði í 11 ár og skoraði 11 mörk svo ég get ekki gefið Erling mörg ráð. Hann mun skora í næsta leik.“