Mauricio Pochettino hefur beðist afsökunar í annað sinn eftir hegðun sína gegn Manchester City fyrr á tímabilinu.
Pochettino er þjálfari Chelsea en hann var bálreiður út í dómarann Anthony Taylor eftir 4-4 jafntefli við City í ensku deildinni.
Pochettino tók ekki í hönd Pep Guardiola, stjóra City, eftir leikinn en hann var upptekinn að öskra á Taylor.
Argentínumaðurinn var ósáttur við dómgæsluna en Chelsea var mögulega komið inn fyrir vörn City er leikurinn var flautaður af.
Þessi lið eigast við í kvöld en lokaleikurinn hefst klukkan 17:30 í Manchester.
,,Ég var svo reiður út í dómarann ef þið munið eftir því, það var eina ástæðan,“ sagði Pochettino.
,,Ég baðst afsökunar á blaðamannafundi eftir leikinn, auðvitað mun þetta ekki gerast aftur. Ég gerði stór mistök og biðst aftur afsökunar.“