Dan Ashworth hefur samþykkt tilboð Manchester United og vill gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Þetta segir Fabrizio Romano.
Nú er Manchester United að fara í viðræður við Newcastle um kaupverð, félagið vill hann í hvelli en ekki þegar samningur hans rennur út sumarið 2025.
Sir Jim Ratcliffe tók formlega við 25 prósenta hlut í félaginu í gær en United er að taka til á skrifstofu félagsins.
Omar Berrada hefur verið ráðinn sem stjórnarformaður en hann kemur til United frá Manchester City.
Ashworth gerði frábæra hluti hjá Brighton áður en hann fór til Newcastle en Athletic og aðrir miðlar segja Newcastle meðvitað að líklega fari Ashworth.
🚨 Dan Ashworth has already said yes to Manchester United. He's prepared to accept their proposal as it's considered big opportunity & project.
Understand Man United are intentioned to negotiate and pay compensation to Newcastle; they absolutely want Ashworth now, not in 2025. pic.twitter.com/Ka2pHQzFnh
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 15, 2024