Það var boðið upp á tvo heimasigra í Meistaradeildinni í kvöld en 16-liða úrslit keppninnar héldu áfram.
Paris Saint-Germain vann sinn leik nokkuð þægilega gegn Real Sociedad þar sem Kylian Mbappe komst á blað.
Bradley Barcola bætti við öðru marki fyrir heimamenn sem fara með þægilega forystu inn í seinni leikinn.
Lazio kom nokkuð á óvart í hinum leiknum en liðið vann Bayern Munchen 1-0 á heimavelli.
Ciro Immobile skoraði eina markið úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.
PSG 2 – 0 Real Sociedad
1-0 Kylian Mbappe(’58)
2-0 Bradley Barcola(’70)
Lazio 1 – 0 Bayern Munchen
1-0 Ciro Immobile(’69, víti)