fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Grátbað vin sinn um að þegja fyrir framan drottninguna: Vildi hætta og vinna fyrir hana í staðinn – ,,Hún sneri sér við og starði á mig“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Eboue, fyrrum leikmaður Arsenal, er þekktur fyrir það að vera mikill grínisti og vakti oft athygli sem leikmaður.

Eboue var talinn mjög öflugur bakvörður á sínum tíma en hann lék með Arsenal í sjö ár.

Eboue og aðrir leikmenn Arsenal fengu að hitta Elísabetu Englandsdrottningu á sínum tíma og tókst Eboue að fá hana til að hlæja eftir fyrstu kynni.

Thierry Henry, þáverandi liðsfélagi Arsenal, óttaðist að Eboue yrði liðinu til skammar en annað kom á daginn.

,,Við fórum í heimsókn og Henry sagði við mig: ‘Gerðu það Emmanuel, ekki segja neitt, þetta er Buckinghamhöll, þetta er heimili drottningarinnar, ekki gera neitt,“ sagði Eboue.

,,Ég svaraði og sagði honum að hafa engar áhyggjur. Svo kom drottningin inn og tók í hendina á öllum leikmönnunum. Eftir að hún var búinn að því tók ég eftir hundunum hennar og sagði: ‘Fröken, fröken.’

,,Hún sneri sér við, starði á mig og spurði hvort ég hefði það gott. Ég sagðist vera í lagi en að ég hefði ekki áhuga á að vera fótboltamaður lengur. Ég vildi sjá um hundana hennar, sjá um að fara út með þá að labba, baða þá, fæða þá, ég vildi það mikið.“

,,Í alvöru talað þá fór drottningin að hlæja rétt eins og Prins Philip. Allt liðið fór að hlæja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina