fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Bellingham gæti fengið fjögurra leikja bann fyrir að kalla Greenwood nauðgara

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska knattspyrnusambandið er að skoða mál Jude Bellingham en hann er sakaður um að hafa kallað Mason Greenwood, nauðgara. Atvikið átti sér stað í grannaslag Real Madrid og Getafe.

Myndband af þessu hefur farið eins og eldur í sinu um netmiðla en svo virðist sem Bellingham noti orðið „nauðgari“ við Greenwood eftir návígi þeirra í leiknum.

Má þar ætla að Bellingham sé að vísa í mál á hendur Greenwood. Árið 2022 var hann handtekinn, grunaður um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi gegn Harriet Robson, kærustu sinni og nú barnsmóður. Málið var látið niður falla í kjölfar þess að lykilvitini dró sig úr því.

Varalesarar eru á því að Bellingham hafi notað það orð en spænska sambandið þarf að sanna málið og þá gæti Bellingham fengið fjögurra leikja bann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni