Spænska knattspyrnusambandið er að skoða mál Jude Bellingham en hann er sakaður um að hafa kallað Mason Greenwood, nauðgara. Atvikið átti sér stað í grannaslag Real Madrid og Getafe.
Myndband af þessu hefur farið eins og eldur í sinu um netmiðla en svo virðist sem Bellingham noti orðið „nauðgari“ við Greenwood eftir návígi þeirra í leiknum.
Má þar ætla að Bellingham sé að vísa í mál á hendur Greenwood. Árið 2022 var hann handtekinn, grunaður um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi gegn Harriet Robson, kærustu sinni og nú barnsmóður. Málið var látið niður falla í kjölfar þess að lykilvitini dró sig úr því.
Varalesarar eru á því að Bellingham hafi notað það orð en spænska sambandið þarf að sanna málið og þá gæti Bellingham fengið fjögurra leikja bann.