UEFA hefur staðfest leikdaga í Þjóðadeild UEFA í haust.
Dregið var í riðla á fimmtudag og er Ísland í riðli með Wales, Svartfjallalandi og Tyrklandi í B deild Þjóðadeildarinnar.
Leikirnir fara fram í september, október og nóvember og er hægt að sjá leiki Íslands hér að neðan.
Leikir Íslands
Ísland – Svartfjallaland föstudaginn 6. september
Tyrkland – Ísland mánudaginn 9. september
Ísland – Wales föstudaginn 11. október
Ísland – Tyrkland mánudaginn 14. október
Svartfjallaland – Ísland laugardaginn 16. nóvember
Wales – Ísland þriðjudaginn 19. nóvember