Það má með sanni segja að fyrrum fyrirliði Liverpool, Jordan Henderson, sé kominn á betri stað á sínum ferli eftir stopp í Sádi Arabíu.
Henderson fékk risa launahækkun í Sádi eftir að hafa skrifað undir á síðasta ári en entist ekki lengi hjá félaginu.
Henderson samdi við Ajax í Hollandi og var nýlega að spila sinn fyrsta leik fyrir hollenska stórliðið.
Það var lítil stemning á leikjum Al-ittihad í Sádi þar sem Henderson spilaði en þar láta um 600 manns sjá sig í hverri umferð.
Henderson virðist vera ansi sáttur með lífið í Hollandi og fékk að spila fyrir framan 53 þúsund manns í fyrsta sinn í langan tíma.
,,Það´er svo langt síðan ég hef upplifað svona andrúmsloft, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Henderson um fyrsta leik sinn fyrir Ajax.