Frank Lampard, fyrrum leikmaður Chelsea, er án starfs í dag eftir að hafa þjálfað bæði Chelsea og Everton á síðustu árum.
Það er óljóst hvað Lampard tekur að sér næst en hann ætti að íhuga að snúa sér að kvennaboltanum að sögn Izzy Christiansen.
Christiansen þekkir Lampard ágætlega en hann þjálfaði karlalið Everton er hún lék með kvennaliðinu.
Lampard hefur ekki reynt fyrir sér í kvennaknattspyrnu áður en þekkir Chelsea vel sem leitar að nýjum þjálfara fyrir næsta tímabil.
,,Þetta er einhver sem þekkir félagið út í gegn, ég kynntist honum hjá Everton og hann er réttur karakter í verkefnið,“ sagði Christiansen.
,,Hvernig hann kemur fram og hans þekking á leiknum gæti hjálpað liðinu gríðarlega og hann veit hvað það þýðir að vera hluti af Chelsea.“