Manchester City er að skoða tvo leikmenn Bayern Munchen samkvæmt frétt Athletic sem birtist í dag.
Um er að ræða tvær stjörnur Bayern eða sóknarmanninn Jamal Musiala og þýska landsliðsmanninn Joshua Kimmich.
Kimmich þekkir Pep Guardiola, stjóra City, en þeir unnu saman í Þýskalandi áður en Pep hélt til Englands.
Framtíð Musiala er þá í óvissu en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Bayern hingað til.
Athletic segir að City gæti boðið í báða þessa leikmenn er sumarglugginn opnar en þyrfti að borga yfir 100 milljónir punda til þýska liðsins.