Það gengur nákvæmlega ekkert upp hjá liði Chelsea þessa dagana en liðið spilaði við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Chelsea byrjaði vel og komst yfir en Cole Palmer sá um að skora er 19 mínútur voru komnar á klukkuna.
Wolves átti svo sannarlega eftir að svara fyrir sig og skoraði fjögur mörk og þá Matheus Cunha með þrennu.
Thiago Silva lagaði stöðuna fyrir Chelsea undir lok leiks en skammarlegt 4-2 tap á heimavelli staðreynd.
Manchester United vann á sama tíma sannfærandi sigur á West Ham og Bournemouth og Nottingham Forest gerðu 1-1 jafntefli.
Chelsea 2 – 4 Wolves
1-0 Cole Palmer(’19)
1-1 Matheus Cunha(’22)
1-2 Axel Disasi(’43, sjálfsmark)
1-3 Matheus Cunha(’63)
1-4 Matheus Cunha(’82, víti)
2-4 Thiago Silva(’86)
Man Utd 3 – 0 West Ham
1-0 Rasmus Hojlund(’23)
2-0 Alejandro Garnacho(’39)
3-0 Alejandro Garnacho(’84)
Bournemouth 1 – 1 Nott. Forest
1-0 Justin Kluivert(‘5)
1-1 Callum Hudson Odoi(’45)