Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er Arsenal og Liverpool eigast við á Emirates í London.
Bæði lið gera sér vonir um Englandsmeistaratitilinn en Liverpool er fyrir leikinn með fjögurra stiga forskot á toppnum.
Arsenal er ásamt Manchester City og Aston Villa með 46 stig og myndi sigur gera gríðarlga mikið fyrir liðið í toppbaráttunni.
Flautað er til leiks klukkan 16:30 en hér má sjá byrjunarliðin í höfuðborginni.
Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Jorginho, Rice, Odegaard, Saka, Havertz, Martinelli.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Gomez, Mac Allister, Gravenberch, Jones, Gakpo, Jota, Diaz.