Samkvæmt Bold í Danmörku er Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Arsenal á leið á láni til FCK í Kaupmannahöfn.
Cardiff rifti samningi við Arsenal í dag þar sem Rúnar Alex hafði verið á láni.
Rúnar er á sínu fjórða tímabili hjá Arsenal en FCK yrði fjórða félagið sem hann yrði lánaður til.
FCK er í leit að markverði en félagið vildi Hákon Rafn Valdimarsson sem var seldur til Brentford í síðustu viku.
Bæði Hákon og Rúnar eru með Stellar sem umboðsmenn sína.