Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hefur Lyngby hafnað 200 milljóna króna tilboði frá Kortrikj í Kolbein Birgi Finsson.
Kolbeinn var keyptur til Lyngby af Frey Alexanderssyni sem hætti með liðið í janúar og tók við Kortrijk.
Fjöldi Íslendinga virðist vera á óskalista Freys en ólíklegt er að Kolbeinn fari þangað í dag.
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld en Freyr hefur ekki náð að styrkja Kortrijk jafn mikið og hann ætlaði sér.
Kolbeinn var áður í herbúðum Dortmund en hann er orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu.