Flavio Ognissanti og fleiri blaðamenn á Ítalíu segja að Genoa sé aftur búið að hækka verðmiðann á Alberti Guðmundssyni og að Fiorentina meti stöðuna.
Fiorentina vill kaupa Albert í dag áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Félagið hefur boðið 22 milljónir evra en nú vill Genoa fá 30 milljónir evra og nokkurn bónus fyrir íslenska landsliðsmanninn.
Segja ítalskir miðlar frá því að Albert sjálfur sé búinn að semja við Fiorentina.
Mun hann þéna um 300 milljónir á ári fari hann til Fiorentina í dag. Það gerir rúmar 800 þúsund krónur í dag.
Situazione #Gudmundsson ore 15.50: Questa mattina il #Genoa aveva abbassato le pretese e la distanza era minima e l'affare vicino. Alle 13 hanno ri-alzato il prezzo e qui la #Fiorentina ha preso tempo e sta riflettendo se accontentarli o meno pic.twitter.com/aV7f0zoFiv
— Flavio Ognissanti (@Flavio_Ognissan) February 1, 2024